fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Danir kaupa 1,17 milljónir skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech af Rúmenum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. júní 2021 07:45

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var gengið frá samningi á milli danskra og rúmenskra yfirvalda um kaup Dana á 1,17 milljónum skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni. Reiknað er með að fyrstu skammtarnir komi til Danmerkur strax í þessari viku.

Rúmenar ákváðu að selja bóluefnin því illa gengur að fá Rúmena til að láta bólusetja sig, mikil vantrú ríkir þar í landi í garð bóluefna, og bóluefnin liggja því ónotuð í geymslum.

Danir nota aðeins tvö bóluefni gegn kórónuveirunni, það eru bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna og því eru þessir skammtar kærkomin viðbót. Reiknað er með að með kaupunum verði hægt að flýta bólusetningum þannig að allir þeir sem vilja bólusetningu geti fengið hana fyrir lok ágúst en áður hafði verið miðað við miðjan september.

3,3 milljónir Dana hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni til þessa. 32,2% hafa lokið bólusetningu. Flestir hafa fengið bóluefni frá Pfizer/BioNTech eða um 87%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta