fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Stjóri Liverpool lofsyngur Ísland: „Til hamingju með að vera Íslendingur“

„Það er eins og rætur fótboltans og rætur alls í lífinu séu þarna“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 5. mars 2018 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er hrifinn af Íslandi og íslenska fótboltalandsliðinu ef marka má ummæli hans í samtali við Fótbolti.net í dag. Vonar hann að Íslendingar hampi heimsmeistaratitlinum í Rússlandi í sumar.

Blaðamaður vefmiðilsins sat blaðamannafund Liverpool vegna leiks liðsins gegn Porto í Meistaradeildinni á morgun og nýtti tækifærið til að spyrja Þjóðverjann út í íslenska liðið.

Klopp trúði því vart þegar honum var sagt að 340 þúsund manns byggju á Íslandi.

„Ég trúi því ekki. Það er eins og rætur fótboltans og rætur alls í lífinu séu þarna. Þú þarft greinilega ekki mikið af fólki heldur bara rétta fólkið til að gera stóra hluti,“ sagði Klopp.

Hann bætti því að Ísland hefði gert frábæra hluti í íþróttum, ekki bara fótbolta heldur einnig handbolta.

„Það mætti halda að landið væri fullt af íþróttafólki en þarna eru líka læknar, kennarar og allt annað. Ég skil ekki hvernig það eru bara 330-340 þúsund íbúar þarna. Þeir hljóta að vera læknar, kennarar og atvinnumenn í fótbolta á sama tíma,“ sagði hann áður en hann sagðist halda með Íslandi á HM og vona að liðið færi alla leið, að því gefnu að Þýskaland eða England dyttu út.

„Ég kann vel við hugarfarið hjá öllu fólkinu í þínu frábæra landi. Til hamingju með að vera Íslendingur,“ sagði Klopp að lokum við Magnús Má Einarsson.

Hér að neðan má sjá myndband af lofræðu Klopp um Ísland, en umræðan byrjar þegar rúmar 40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wm18pumtla4&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu