Eldum rétt er nú með í sölu sérstaka EM-rétti á meðan á EM 2020 mótinu í fótbolta stendur. Í boði eru þrír réttir en það eru Ofurnachos, Buffaló kjúklingavængir og EM borgarar. Hægt er að panta fyrir sex manns og búa til sannkallaða EM-stemningu og er óhætt að segja að fjölmargir fótboltasvangir viðskiptavinir hafi nýtt sér þetta yfir boltanum.
„Við ákváðum að prufukeyra þessa þrjá rétti bara svona upp á smá stuð í kringum mótið og það er alveg óhætt að segja að þetta hefur hitt beint í mark. Ofurnachosið hefur verið allra vinsælast enda skemmtilegur og ljúffengur réttur til að deila í góðra vina hópi yfir spennandi leik,“ segir Hrafnhildur Hermannsdóttir, einn eigenda Eldum rétt.
Hægt er að panta alla matarpakka inn á heimasíðu Eldum rétt eða í appinu.