fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ensku klúbbarnir hafa ekki formlega yfirgefið Ofurdeildina

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir ensku klúbbarnir sem höfðu samþykkt að ganga í Ofurdeildina frægu hafa ekki ennþá formlega yfirgefið keppnina. Skipuleggjendur ætla að endurreisa deildina.

Manchester City, Manchester United, Liverpool, Arsenal, Tottenham og Chelsea hættu öll við þáttöku í Ofurdeildinni innan við 72 tímum eftir að deildin var tilkynnt vegna harðra mótmæla stuðningsmanna. Klúbbarnir báðust einnig afsökunar á því að hafa ætlað að taka þátt. Samkvæmt frétt The Times eru ensku félögin öll eigendur deildarinnar og þá segir einnig að það sé ekki hægt að draga sig úr deildinni.

Ensku félögin voru sektuð um 22 milljónir punda fyrr í mánuðinum og samþykktu að borga 25 milljónir punda hvert og missa 30 stig ef þau ætla að endurreisa deildina.

Florentino Perez, forseti Real Madrid og Ofurdeildarinnar, segir að klúbbarnir séu ennþá bundnir Ofurdeildinni. Barcelona, Real Madrid og Juventus hafa ekki dregið sig úr keppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina