fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
433Sport

Verða þjálfaraskipti hjá FH? – ,,Heyri að Freyr sé bara á húninum í Krikanum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 19. júní 2021 15:30

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, segir að Freyr Alexandersson sé klár í að taka við karlaliði FH ef starfið losnar.

Freyr starfaði síðast sem aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar. Þar áður var hann aðstoðarmaður Erik Hamren hjá íslenska karlalandsliðinu. Hann hefur einnig stýrt kvennalandsliðinu.

Freyr leitar nú að nýju starfi og samkvæmt því sem fram kom í Dr. Football horfir hann á FH sem hugsanlegan áfangastað.

,,Ég heyri að Freyr Alexandersson sé bara á húninum í Krikanum,“ sagði Kristján Óli í nýjasta þættinum.

Hann sagði jafnframt að pressa væri farin að myndast á Loga Ólafssyni, núverandi þjálfara FH. Hafnfirðingar mæta Breiðabliki á útivelli á morgun.

,,Ef að fer illa á Kópavogsvelli á sunnudaginn þá er líklegt að gikkurinn verði hlaðinn,“ sagði Kristján.

Smelltu hér til að hlusta á þátt Dr. Football. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“

Hversu lengi þurfa stuðningsmenn Liverpool að bíða? – ,,Hann fær vernd frá félaginu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best