fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

49 þýskir lögreglumenn afhjúpaðir – Virkir á spjallrásum öfgahægrimanna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. júní 2021 06:59

Þýskir nýnasistar safnast saman. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

49 þýskir lögreglumenn hafa verið virkir á spjallrásum öfgahægrimanna í Frankfurt. Lögreglumennirnir, sem koma úr sérsveit lögreglunnar, rannsóknarlögreglunni og frá saksóknaraembættinu, skiptust meðal annars á merkjum nýnasista á spjallrásunum.

Nýlega komst upp um þetta og leiddi það til þess að ein sérsveit lögreglunnar var lögð niður.

Peter Beuth, innanríkisráðherra í Hessen, sagði að auk lögreglumannanna hafi sjö til viðbótar verið í spjallhópum þeirra en það hafi ekki verið lögreglumenn.

24 af meðlimum spjallhópanna eru ekki til rannsóknar hjá lögreglunni né hafa sætt agaviðurlögum en mál hinna eru til rannsóknar.

Saksóknarar rannsaka einnig mál fleiri lögreglumanna sem eru taldir tengjast hópum öfgahægrimanna og enn aðrir hafa sætt agaviðurlögum.

Í nýrri skýrslu þýsku leyniþjónustunnar BfV er varað við uppgangi ofbeldisfullra nýnasista en á síðasta ári fjölgaði þeim um 3,8% og eru þeir nú 33.300. um 40% þeirra eru taldir ofbeldishneigðir, reiðubúnir til að beita ofbeldi eða styðja ofbeldisverk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu

Læknir sem fór úr skurðaðgerð til að hafa samfarir við hjúkrunarfræðing heldur leyfinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur

Hvíta húsið vísar á bug sögusögnum um að einn helsti ráðgjafi Trump leiki sér með dúkkur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar