fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Gunnar Birgisson er látinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 04:51

Gunnar Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, lést í gær á heimili sínu. Hann fæddist í Reykjavík 30. september 1947 og var því 73 ára þegar hann lést. Gunnar var kvæntur Vigdísi Karlsdóttur, sjúkraliða, og saman eiga þau dæturnar Brynhildi og Auðbjörgu Agnesi.

Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og lauk grunnnámi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1977. Hann lauk M.Sc.-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg 1978 og doktorsprófi í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri 1983.

Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Norðurverki árið 1977 og hjá Hönnun hf. frá 1979 til 1980. Hann var síðan verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. frá 1980 til 1994 og Klæðningar ehf. frá 1986.

Gunnar var bæjarstjóri í Kópavogi 2005 til 2009. Hann var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019 og gegndi stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið á síðasta ári.

Hann var alþingismaður Reyknesinga frá 1999 til 2003 og Suðvesturkjördæmis frá 2003 til 2006.

Hann átti sæti í fjölda nefnda og stjórna og gegndi ýmsum trúnaðarstöðum á þeim vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu

Réttarhöld að hefjast yfir þremur mönnum sem sakaðir eru um að kveikja í Teslu-bíl lögreglukonu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar