fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

Yfirborð Meadvatns hefur aldrei verið eins lágt – Vatnsskortur yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. júní 2021 16:30

Vatnsmagnið er í sögulegu lágmarki í Meadvatni og eitt og annað kemur því í ljós. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl sendu yfirvöld frá sér aðvörun um að hugsanlega verði vatnsskortur í suðvesturhluta Bandaríkjanna á næsta ári vegna lítils vatn í Meadvatni en það er eitt stærsta manngerða vatn heims og stærsta vatnsbólið í Bandaríkjunum. Vatnsmagnið í því náði sögulega lágu gildi í síðustu viku en miklir þurrkar hafa herjað á suðvesturhluta Bandaríkjanna.

CNN segir að aldrei áður hafi svo lítið vatn verið í vatninu síðan það var búið til á fjórða áratug síðustu aldar. Eins og staðan er núna er vatnsmagnið aðeins 36% af því sem það getur mest orðið. Þetta veldur ýmsum vanda. Til dæmis rennur vatn úr því í hina heimsfrægu Hoover stíflu sem tugir þúsunda ferðamanna heimsækja árlega. Stíflan framleiðir árlega rafmagn fyrir margar milljónir heimila í ArizonaNevada og Kaliforníu en nú getur raforkuframleiðslan verið í hættu vegna hins litla vatnsmagns.

Þess utan sér vatnið íbúum í Arizona og Nevada fyrir drykkjarvatni auk hluta af Mexíkó.

CNN hefur eftir Patricia Aaron, talskonu Bureau of Reclamation, að ekki sé útlit fyrir að vatnsmagnið aukist á næstunni. „Við reiknum með að vatnsmagnið í Meadvatni haldi áfram að minnka fram í nóvember 2021“, sagði í tilkynningu frá yfirvöldum í apríl þegar þau sendu frá sér fyrstu viðvörun sögunnar um yfirvofandi vatnsskort á svæðinu.

Yfirvöld eru nú að undirbúa sig undir neyðarstig þar sem vatnsskömmtun verður tekin upp.

Meadvatnið er hluti af Coloradoánni. Það var búið til 1936  í tengslum við gerð Hooverstíflunnar. Það er 180 km á lengd og 162 metrar á dýpt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau