fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Segir að erfitt hefði verið að fresta leiknum – ,,Svo margt sem þarf að hafa í huga“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 13:31

Leikmenn Danmerkur í áfalli Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jim Stjerne Hansen, varaformaður aganefndar UEFA, segir að margar ástæður séu fyrir því af hverju leikur Dana og Finna hafi þurft að halda áfram í gær, eða í hádeginu í dag.

Eins og flestir, ef ekki allir, vita þá hneig Christian Eriksen niður í leik með danska landsliðinu gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær. Hann andaði hvorki né var með púls um tíma og þurfti læknalið að beita hjartahnoði. Til allrar hamingju komst Eriksen þó aftur til meðvitundar og gat bæði talað og andað eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús.

Leiknum var svo haldið áfram síðar um kvöldið. Það vakti upp misjöfn viðbrögð. Leikmen hefðu getað valið það að spila í hádeginu í dag en töldu betra að klára leikinn í gærkvöldi.

,,Í fyrsta lagi þurfa liðin að halda áfram í næsta leik. Hann er yfirleitt nokkrum dögum síðar. Það er því ekki hægt að færa leiki fram um marga daga,“ sagði Hansen um það af hverju leikurinn hélt áfram svo fljótt.

,,Það þarf líka að taka áhorfendur inn í myndina. Í þessu tilfelli eru Finnarnir á leið til Sankti Pétursborgar til þess að mæta Rússum á miðvikudag. Þeir hafa ákveðið að fara frá Danmörku í dag svo það hefði sett þá í erfiða stöðu að fresta leiknum.“

,,Það er svo margt sem þarf að hafa í huga svo það er erfitt að færa leiki fram. Það var hægt að færa hann þar til í hádeginu í dag. Þetta er mótsfyrirkomulagið.“

Sjálfur hafði Hansen ekkert með ákvarðanirnar. Hann greindi aðeins frá þessu á blaðamannafundi í Danmörku. Þess má geta að hann er danskur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill