fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

37 ára aldursmunurinn gerði þau fræg – Þarf að verja kærustuna frá netverjum sem segja ást þeirra „ógeðslega

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. júní 2021 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok notandinn Leo, @ttveleolove_3, hefur heldur betur slegið í gegn eftir að hann hóf að birta myndbönd af sér og kærustunni að dansa og hafa gaman. Frægðina má helst rekja til þess að 37 ára aldursmunur er á parinu, Leo er 23 ára en kærasta hans, Cheryl, er sextug.

Parið kynntist fyrst þegar Leo var aðeins 15 ára gamall en sonur Cheryl var yfirmaður hans í skyndibitakeðju þar sem hann vann.

Síðar rákust þau á hvort annað og ákvaðu að byrja að gera TikTok myndbönd saman og síðan segja þau að ástin hafi blómstrað milli þeirra. Leo hefur þó greint frá því að hann þurfi stundum að standa í ströngu að segja nettröllum til syndanna sem skrifa meiðandi athugasemdir við myndböndin og fara ljótum orðum um samband þeirra og útlit Cheryl.

Sumir segja samband þeirra ógeðslegt, að Cheryl sé hrukkuskímsli og svo eru þeir sem halda því fram að samband þeirra sé uppspuni.

Myndbönd þeirra hafa sum hver fengið fleiri milljónir áhorfa. Meðal annars svara þau í einu spurningum frá fylgjendum um sambandið. Þar taka þau fram að fjölskyldur þeirra séu sáttar við ráðahaginn og að börn Cheryl séu sátt.

En að sjálfsögðu fá þau líka stuðning frá fjölda fylgjenda sem segja ástina ekki spyrja um aldur.

@ttvleolove_3she be popping that 🐱 @oliver6060 ##DADMOVES ##PerfectAsWeAre ##BestSeatInTheHouse ##fypシ ##fypツ ##😏 ##popthat ##popthatchallenge ##couple ##gf ##fy ##fup ##fory♬ Pop That – Finatticz

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur