fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Stórar fregnir úr Bitcoin-heiminum

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 09:48

Forseti El Salvador með rauðglóandi augu sem er gríneinkenni þeirra sem nota rafmynt Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nayib Bukele, forseti El Salvador, vill að landið taki upp Bitcoin sem lögeyri. BBC greinir frá. Í dag er Bandaríkjadalur lögeyrir landsins en mikill hluti þjóðarinnar býr í Bandaríkjunum ólöglega og sendir pening heim til fjölskyldunnar.

Aðeins 30% af íbúum landsins eiga bankareikning eða kreditkort og því nota flestir seðla í daglegum amstri. Þá eru margar verslanir sem taka við Bitcoin sem greiðslu og um 500 einstaklingar sem nota einungis Bitcoin til að versla.

Bukele er mikill aðdáandi rafmyntarinnar og hefur birt þó nokkrar færslur um hana. Hann telur að með því að taka upp rafmyntina sem lögeyri þá geti hann stórbætt efnahagslíf landsins sem er alls ekki það besta í heiminum.

Verðið á Bitcoin hefur verið á mikilli niðurleið seinustu daga en seinasta mánuðinn hefur virðið lækkað um 56%. Rafmyntamarkaðurinn í heild sinni hefur dregist saman og flestar helstu rafmyntir heims eru allar verðminni en fyrir mánuði síðan.

Skjáskot/CoinDesk

Það er mikið sem hefur gengið á í rafmyntaheiminum seinustu daga en nýjasta fallið má mögulega rekja til þess að tölvuþrjótar brutust inn í kerfi hjá ríkinu og lokuðu Colonial eldsneytislínunni. Þrjótarnir vildu fá lausnargjald í formi Bitcoin og urðu stjórnvöld við ósk þeirra. Þá á bandaríska leyniþjónustan að hafa náð að ræna myntinni til baka og við það hrundi verið myntarinnar. Vísir greindi frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum