fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Edda segir að barnsmóðir fyrrverandi kærastans stingi vúdúdúkku í hennar líki – „Svo fucked up“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. maí 2021 13:30

Til vinstri: Edda Falak - Til hægri: Kristín Pétursdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan, áhrifavaldurinn og aktívistinn Edda Falak birti færslu á Twitter í gær þar sem hún segir frá virkilega furðulegu atviki. Í færslunni segir Edda að barnsmóðir fyrrverandi kærasta síns hafi sagt að hún ætti svokallaða vúdúdúkku af Eddu og að hún stingi dúkkuna í augun.

Vúdúdúkkur eru yfirleitt stungnar með því markmiði að sá sem dúkkan er gerð eftir verði fyrir sársaukanum. Þó er að sjálfsögðu um yfirnáttúrulegan hlut að ræða sem virkar án efa ekki. „Bjánalega fyndið en á sama tíma svo fucked up,“ segir Edda um athæfið í færslunni.

Hringbraut fjallaði um málið en í frétt þeirra er varpað ljósi á það hver það er sem er líklega barnsmóðirin sem Edda talar um. Gert er ráð fyrir því í frétt Hringbrautar að Edda sé að tala um leikkonuna Kristínu Pétursdóttur en hún er barnsmóðir Brynjólfs Löve Mogensen, verkefnastjóra samfélagsmiðla Árvakurs. Brynjólfur, eða Binni eins og hann er gjarnan kallaður, og Edda Falak voru í sambandi en þau hættu saman fyrr á þessu ári eftir að hafa verið saman í nokkra mánuði.

DV hafði samband við Kristínu Pétursdóttur vegna málsins. Í samtali við blaðamann tók Kristín fyrir ásakanir Eddu um að hún sé með nokkurs konar vúdúdúkku af Eddu en hún vildi ekki tjá sig meira um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð