fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Aðdáendur hafa áhyggjur af Matthew Perry eftir þetta viðtal – „Þetta brýtur í mér hjartað“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 20. maí 2021 08:56

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti HBO Max nýja stiklu úr „Friends Reunion“. Þátturinn verður aðgengilegur á streymisveitunni þann 27. maí næstkomandi.

Sjá einnig: Loksins! Ný stikla úr Friends Reunion– Fyrstu atriðin úr þættinum opinberuð

Aðdáendur hafa nú lýst yfir áhyggjum sínum vegna yfirbragðs Matthew Perry, leikarans sem fór með hlutverk Chandler í Friends, í viðtali við People sem kom einnig út í gær.

Að mati áhyggjufullra netverja virðist Matthew tala óskýrt í viðtalinu og „hegða sér vandræðalega.“

Meðal þess sem netverjar benda á er að Matthew stamaði nokkrum sinnum í viðtalinu, bar orð fram óskýrt á einum tímapunkti og starði stundum út í tómið.

„Ég var að sjá viðtalið við People og ég átti erfitt með að horfa á Matthew Perry. Í alvöru, þetta brýtur í mér hjartað,“ sagði einn aðdáandi á Twitter.

„Það er erfitt að sjá Matthew Perry svona. Hann virðist ekki vera alveg í lagi, starir út í tómið og talar hægt,“ segir annar.

„Ég hata að segja þetta, en ég er sorgmædd og ógeðslega hrædd fyrir hönd Matthew Perry,“ sagði aðdáandi.

Matthew hefur verið opinn um baráttu sína við fíkn í gegnum árin. Hann ánetjaðist sterkum verkjatöflum eftir sæþotuslys árið 1997.

Í viðtali við BBC Radio 2 árið 2016 sagðist Matthew ekki muna eftir þremur árum af þáttunum. „Einhvern tíma á milli þáttaraðar þrjú og sex, þá var ég svolítið út úr því,“ sagði hann.

Matthew fór í meðferð árið 1997, 2001 og aftur árið 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni