fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Höfðu góð tök á kórónuveirufaraldrinum – Síðan fór allt úr böndunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:59

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með íbúafjölda upp á 23,5 milljónir virðist það ekki vera mikið að nokkur hundruð manns greinist með kórónuveiruna daglega. En samt sem áður hafa yfirvöld á Taívan ákveðið að grípa til harðra sóttvarnaaðgerða eftir að smitum fór að fjölga mikið í landinu. Fram til 9. maí greindust nokkur smit á dag en viku síðar var smitfjöldin komin í 207 á einum degi. Þann 17. maí voru þau 335. Fram að þessu höfðu yfirvöld haft góð tök á faraldrinum.

Yfirvöld ætla greinilega ekki að láta faraldurinn fara meira úr böndunum og því hefur verið ákveðið að næstu tvær vikurnar verði menningarstofnanir og kvikmyndahús lokuð. 5 mega að hámarki koma saman innahúss og 10 utanhúss. Fólk er hvatt til að nota andlitsgrímur utanhúss, sleppa því að borða og drekka með öðru fólki og er hvatt til að halda sig heima. Í höfuðborginni Taipei er staðan metin svo alvarleg að borgin er talin á mörkum þess að grípa þurfi til enn harðari aðgerða og nær algjörrar lokunar á samfélagsstarfsemi.

Taívan hefur margoft verið hrósað fyrir góðan árangur í baráttunni við heimsfaraldurinn en þar hafa strangar reglur gilt um komur fólks til landsins, mikil áhersla hefur verið lögð á sýnatöku og smitrakningu og þungum sektum hefur verið beitt ef fólk hefur ekki virt kröfur um sóttkví og einangrun. Af þessum sökum má segja að engin bylgja faraldursins hafi skollið á eyjunni.

Vegna þess hversu fáir hafa smitast af kórónuveirunni hafa margir landsmenn valið að láta ekki bólusetja sig gegn henni. Nú hvetja yfirvöld eldri borgara til að láta bólusetja sig eins fljótt og unnt er.

Frá upphafi faraldursins hafa um 2.260 smit greinst í landinu og 142 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna