fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

#ÉgTrúi myndbandið komið aftur í loftið – Þessir fengu að fjúka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. maí 2021 12:22

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn síðastliðinn stigu þjóðþekktir Íslendingar fram í myndbandi frá hlaðvarpinu Eigin Konur og lýstu yfir stuðningi við þolendur ofbeldis. Myndbandið hafði yfirskriftina #ÉgTrúi og voru skilaboðin sú að þolendum ofbeldis eigi að vera trúað.

Degi seinna var myndbandið tekið niður eftir að sögur fóru að ganga um karlkyns þátttakendur í myndbandinu. Í kjölfarið stigu fram tveir karlmenn, sem komu fram í myndbandinu, og viðurkenndu að hafa farið yfir mörk kvenna. Þeir Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og rithöfundur, og Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi og bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Sjá einnig: Tveir landsþekktir karlmenn í #ÉgTrúi-myndbandinu viðurkenna að hafa farið yfir mörk – Dómsmálaráðherra harðlega gagnrýndur fyrir sína þátttöku

Í gærkvöldi birtu Edda Falak og Fjóla Sigurðardóttir, konurnar á bak við Eigin Konur, yfirlýsingu í Story á Instagram-síðu Eigin Kvenna. Þar kom fram að þær ætluðu að endurbirta og endurklippa mndbandið „því við viljum minna á boðskap myndbandsins. Tilgangur myndbandsins er að styðja við þolendur ofbeldis.“

Myndbandið var endurbirt fyrir hádegi og koma hvorki Pálmar né Magnús fram í því. Áslaug Arna dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd fyrir sína þátttöku í verkefninu. Hún kemur einnig fram í nýju útgáfunni. Í samtali við Vísi í síðustu viku sagði Áslaug að hún teldi það ekki mistök að hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu.

„Ég tók bara afstöðu með því að styðja þær vinkonur mínar og þolendur sem hafa stigið fram í að segja sína sögu,“ sagði Áslaug.

Einn karlmaður bættist við, Álfgrímur Aðalsteinsson sem nýtur mikilla vinsælda á TikTok og Instagram.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“