fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segja að lokun flugbrautar skapi hættu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:00

Flugvöllur í Hvassahrauni myndi leysa Reykjavíkurflugvöll af hólmi. Mynd -Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef flugvél, sem þurfti að lenda í hliðarvindi á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu, hefði getað notað flugbraut, sem var nýlega lokað, hefði verið hægt að koma í veg fyrir skemmdir á henni. Á umræddri flugbraut er búið að koma fyrir efnishrúgu og hindrunum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Haft er eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, formanni Flugmálafélags Íslands, að þessar hindranir séu ekki í þágu öryggis því þær útiloki notkun brautarinnar í neyðartilvikum. „Vélin sem þarna átti í hlut lenti á braut sem var í notkun en vegna þess að það var hliðarvindur á þeirri braut lenti hún í vandræðum, skemmdist illa og þurfti að fara í miklar viðgerðir í kjölfarið,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að svona hindranir hafi ekki sést á öðrum flugvöllum. Mölin geri það að verkum að erfitt sé að opna flugbrautina ef á þarf að halda. „Okkur finnst þetta svo mikill óþarfi því þetta er ekki í anda flugvirkja og ekki í þágu öryggis,“ sagði hann.

Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra flugmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við þetta vegna þess að ákvörðunin hafi verið byggð á gölluðum verkfræðiskýrslum. „Það er búið að gera þessa flugbraut ónothæfa fyrir almennan rekstur en það er líka búið að gera hana ónothæfa til að nota í neyðartilfellum,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands