fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Gömul ummæli Willian líta ansi vandræðalega út í dag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 19:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli brasilíska vængmannsins Willian frá því síðasta sumar hafa verið rifjuð upp eftir tap Arsenal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Þar sagðist hann ætla að vinna Meistaradeildina með liðinu innan þriggja ára.

Willian hefur átt ansi erfitt uppdráttar frá því að hann kom til Arsenal frá Chelsea á frjálsri sölu síðasta sumar. Hann var þó með stórar yfirlýsingar í upphafi tíma síns hjá Arsenal.

,,Ein af ástæðunum fyrir því að ég vildi þriggja ára samning var því ég vildi vera hluti af áætlunum liðsins, ekki bara leikmaður sem kemur og fer,“ sagði Willian við The Sun eftir að hann mætti til Arsenal.

,,Þegar ég talaði við stjórann (Mikel Arteta) sagði hann mér af hverju hann þyrfti mig í þrjú ár. Það var af því að hann vildi fyrst komast í Meistaradeildina aftur og svo vinna hana áður en ég færi. Það var það sem ég vildi heyra.“ 

Það er óhætt að segja að þessar áætlanir Willian og Arteta hafi farið fyrir ofan garð og neðan. Arsenal missti af síðasta tækifæri sínu til þess að ná Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð eftir að hafa fallið úr leik í Evrópudeildinni gegn Villarreal í gær. Sigur í Evrópudeildinni veitir nefnilega sæti í deild þeirra bestu. Þá er Arsenal langt frá efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar, sem gefa sæti í Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni