fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Segja Twitter vera nýja OnlyFans – Peningasendingar og nekt leyfð

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 7. maí 2021 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta útspil Twitter er viðbótin „Tip Jar“ þar sem notendur geta sent hvorum öðrum pening. Twitter hefur hafið tilraunir með viðbótina í Bandaríkjunum og geta notendur þar fengið sendan pening frá fylgjendum sínum.

Peningarnir sendast með leiðum á borð við PayPal eða CashApp. CashApp er forrit líkt Aur og Kass hér á landi. PayPal tekur 33% þóknun en CashApp 0%. Twitter tekur einnig 0% þóknun fyrir peninginn sem sendur er í gegnum forritið.

Það að Twitter taki 0% þóknun vekur athygli vegna þess að þeir leyfa alla nekt á miðlinum sínum. Facebook og Instagram eyða út færslum sem innihalda nekt en ekki Twitter. Þá gæti Twitter breyst í nýja OnlyFans þar sem sú síða tekur 20% þóknun fyrir greiðslur.

Það ætti því að vera lítill leikur fyrir Twitter-notendur að selja nektarmyndir og myndbönd inni á miðlinum. Allir 13 ára og eldri geta skráð sig á miðilinn en á OnlyFans er 18 ára aldurstakmark.

OnlyFans-umræðan hefur tröllriðið öllu upp á síðkastið. Íslendingar sem selja efni á miðlinum hafa stigið fram og Íslendingar keppast við að lofa eða lasta umræðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni