fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Umboðsmaðurinn umdeildi varpar enn einni sprengjunni – Hazard í stað Pogba?

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 1. maí 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umboðsmaðurinn umdeildi, Minoi Raiola, hefur enn og aftur pirrað stuðningsmenn Manchester United með vangaveltum um framtíð Paul Pogba, skjólstæðings síns, á opinberum vettvangi. Nú velti hann upp þeirri hugmynd í fjölmiðlum að Real Madrid og Man Utd myndu skiptast á Pogba og Eden Hazard.

Raiola hefur í gegnum tíðina oft farið í taugarnar á stuðningsmönnum Man Utd. Í desember sagði hann til að mynda að tími Pogba hjá félaginu væri liðinn. Þetta sagði hann í kjölfar þess að United hafði fallið úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Síðan þá hefur þó verið mikil ánægja með Pogba í Manchester. Leikmaðurinn hefur staðið sig mjög vel í leikjum Man Utd.

Í kjölfarið hefur farið af stað umræða um hugsanlega framlengingu á samningi hans. Raiola talar þó um að framtíð leikmannsins sé enn í vafa.

,,Þegar leikmaður spyr þig hvað sé best að gera þá setur hann mikla ábyrgð á þig. Þá vakir maður alla nótt og hugsar hvað sé best að gera,“ sagði þessi hollenski umboðsmaður við AS. 

,,Það er mjög mikilvægt að Manchester United viti hvað þeir vilja gera, hvaða verkefni eru þeir með í huga fyrir Pogba.“ 

Þá segir Raiola einnig að Pogba þrái að vinna Meistaradeildina. ,,Það er hans markmið. Við sjáum til hvort það sé möguleiki hjá United eða hjá öðru stóru félagi í Evrópu.“ 

Pogba hefur oft á tíðum verið orðaður við Real Madrid. Raiola segir að það sé erfitt fyrir þessi félög að stunda stór viðskipti sín á milli. ,,Stór félög eru ekki hrifin af því að selja frábæra leikmenn í önnur stór félög.“

,,Pogba hefur alltaf þótt það heillandi kostur að spila hjá Madrid, líka vegna (Zinedine) Zidane. Hann var hetja Pogba í æsku,“ bætti Raiola við.

Að sögn Hollendingsins er ekkert ómögulegt þegar kemur að félagaskiptum. ,,Hvað ef Madrid ákveður á morgun að þeir vilji skipta á Hazard og Pogba. Þetta er bara dæmi. Ef öllum aðilum líkar hugmyndin, hví ekki.“ 

Ljóst er að ummælin falla ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Man Utd, ekki frekar en oft áður þegar kemur að Raiola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot