fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Edda segir fólk hafi viljað segja upp hjá CrossFit Reykjavík í kjölfar ummæla Everts

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 09:38

Edda, Erna og Evert.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland, er nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur. Edda og Fjóla hafa vakið mikla athygli nýverið fyrir undanfarin viðtöl sín við einstaklinga sem selja efni á OnlyFans.

Erna er guðfræðingur, áhrifavaldur og ötull talskona fyrir jákvæða líkamsvirðingu. Hún heldur reglulega fyrirlestur og námskeið tengt jákvæðri líkamsímynd og hefur meðal annars gefur út tvær bækur.

Í þættinum fara Erna, Edda og Fjóla um víðan völl. Þær ræða meðal annars um fitufordóma og skaðleg áhrif þeirra og nefna athugasemdir CrossFit-þjálfarans Everts Víglundssonar.

Evert Víglundsson var gestur í hlaðvarpinu 24/7 hjá Begga Ólafs fyrr í mánuðinum. Ummæli hans um feitt fólk vöktu mikla athygli en Evert er ekkert að skafa af skoðunum sínum og sagðist vera með fitufordóma. Vísir greindi frá.

„Ég skammast mín „basically“ ekkert fyrir að segja að ég sé með fitufordóma af því að það verður að segja að fita er hættuleg. Þær ákvarðanir sem við tökum í lífinu valda því að við verðum feit og verðum veik […] Þannig að það þarf að hrista upp í fólki sem að í alvörunni heldur að það sé allt í lagi að vera of feitur, vegna þess að það er ekki gott fyrir mann,“ sagði Evert í þættinum.

Skjáskot/YouTube

Segir fitufordóma ofbeldi

Erna segir að fitufordómar séu ekkert annað en ofbeldi. Hún bendir á að þó Evert nefni það að grannt fólk getur líka verið „feitt að innan“ þá verður það ekki fyrir fordómum.

Edda spyr: „Hvernig túlkar þú það þegar fólk segir: „Ég er ekki með fitufordóma, ég er ekki með fordóma fyrir feitu fólki heldur fitunni sem það hefur?“

„Ég túlka það þannig að þú ert með fitufordóma. Og ég túlka þannig að þú ert með fitufordóma fyrir manneskjunni. Þetta er mjög viðurkenndur dulbúningur fitufordóma, umhyggjusemin. Skaðlega umhyggjusemi,“ segir Erna.

Evert sagði í viðtalinu að honum þykir vænt um fólk og þess vegna vilji hann koma þessu á framfæri. „Ef honum myndi þykja vænt um fólk þá myndi hann fræða sig og gera betur,“ segir Erna.

Hér má skoða umræðuna sem Edda birti í Story á Instagram.

Edda vakti athygli á viðtali Everts í Instagram Story fyrir nokkrum dögum. Hún segir að í kjölfarið hafi hún fengið mörg skilaboð frá fólki sem tóku ummæli hans nærri sér. Hún sagði að umrætt fólk hafi sagst ekki finna fyrir metnaði til að hreyfa sig eftir að hafa lesið viðtalið við Evert, heldur upplifði það vanlíðan og vildu segja upp í CrossFit Reykjavík, stöðinni hans Everts, því það vildi ekki vera „dæmt fyrir að vera með fitu.“

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þær byrja að ræða um athugasemdir Everts upp úr mínútu 30:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Í gær

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum