fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Segir að hjarðónæmi geti náðst í Evrópusambandinu í júlí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 07:41

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Breton, sem fer með málefni innri markaðar ESB í Framkvæmdastjórn sambandsins og stýrir aðgerðahópi sambandsins í bóluefnamálum, segir að aðildarríki sambandsins verði komin með nægilegt magn bóluefna í júlí til að bólusetja 70% íbúa sinna. 70% er sá þröskuldur sem komast þarf yfir til að ná hjarðónæmi að mati sérfræðinga.

„Ég er veit núna hversu marga skammta er verið að framleiða og ég veit hversu margir skammtar verða afhentir vikulega. Þess vegna get ég með mikilli vissu sagt að um miðjan júlí verðum við komin með nauðsynlegt magn til að bólusetja 70% íbúanna,“ sagði Breton í samtali við Le Figaro.

Það hefur haldið aftur af bólusetningum í ESB að mikið af bóluefnum hefur verið flutt frá ESB til ríkja utan sambandsins.

Á bak við fullyrðingar Breton liggur sú staðreynd að búið er að auka framleiðslu bóluefna í Evrópu mikið. „53 verksmiðjur í ESB framleiða nú bóluefni. Heimsálfan okkar er nú stærsti bóluefnaframleiðandi heims á eftir Bandaríkjunum,“ sagði hann einnig.

Bóluefnið frá Pfizer/BioNTech ber bólusetningarnar í ESB uppi en upphaflega var gert ráð fyrir að bóluefnið frá AstraZeneca yrði mest notað en fyrirtækið hefur ekki afhent það magn bóluefnis sem samið hafði verið um.

En þrátt fyrir að ESB-ríkin eigi nóg bóluefni í júlí til að geta bólusett 70% íbúa sinna er það ekki ávísun á að svo verði. Breton sagði að það velti á getu yfirvalda í hverju landi til að bólusetja fólk nægilega hratt. 12 aðildarríki hafa að hans sögn tilkynnt að þau verði búin að bólusetja 70% íbúa um miðjan júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á