fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Pressan

Segir að hjarðónæmi geti náðst í Evrópusambandinu í júlí

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 07:41

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Breton, sem fer með málefni innri markaðar ESB í Framkvæmdastjórn sambandsins og stýrir aðgerðahópi sambandsins í bóluefnamálum, segir að aðildarríki sambandsins verði komin með nægilegt magn bóluefna í júlí til að bólusetja 70% íbúa sinna. 70% er sá þröskuldur sem komast þarf yfir til að ná hjarðónæmi að mati sérfræðinga.

„Ég er veit núna hversu marga skammta er verið að framleiða og ég veit hversu margir skammtar verða afhentir vikulega. Þess vegna get ég með mikilli vissu sagt að um miðjan júlí verðum við komin með nauðsynlegt magn til að bólusetja 70% íbúanna,“ sagði Breton í samtali við Le Figaro.

Það hefur haldið aftur af bólusetningum í ESB að mikið af bóluefnum hefur verið flutt frá ESB til ríkja utan sambandsins.

Á bak við fullyrðingar Breton liggur sú staðreynd að búið er að auka framleiðslu bóluefna í Evrópu mikið. „53 verksmiðjur í ESB framleiða nú bóluefni. Heimsálfan okkar er nú stærsti bóluefnaframleiðandi heims á eftir Bandaríkjunum,“ sagði hann einnig.

Bóluefnið frá Pfizer/BioNTech ber bólusetningarnar í ESB uppi en upphaflega var gert ráð fyrir að bóluefnið frá AstraZeneca yrði mest notað en fyrirtækið hefur ekki afhent það magn bóluefnis sem samið hafði verið um.

En þrátt fyrir að ESB-ríkin eigi nóg bóluefni í júlí til að geta bólusett 70% íbúa sinna er það ekki ávísun á að svo verði. Breton sagði að það velti á getu yfirvalda í hverju landi til að bólusetja fólk nægilega hratt. 12 aðildarríki hafa að hans sögn tilkynnt að þau verði búin að bólusetja 70% íbúa um miðjan júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum