fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Bayern með níu fingur á titlinum – Alfreð klúðraði víti

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 22:49

Alfreð Finnbogason. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram fjórir leikir í þýsku Bundesligunni í kvöld. Bayern vann sinn leik og er komið langleiðina með að vinna titilinn þar sem Leipzig tapaði á sama tíma. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður fyrir Augsburg í tapleik gegn Frankfurt. Hann klúðraði víti í leiknum.

Eric Maxim Choupo-Moting og Joshua Kimmich skoruðu mörk Bayern snemma leiks í 2-0 sigri gegn Leverkusen. Bayern er komið með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar þar sem Leipzig, sem er í öðru sæti, tapaði gegn Köln á sama tíma, 2-1. Leverkusen er í 6.sæti og í baráttu um Evrópusæti. Köln eru í næstneðsta sæti, 2 stigum frá Mainz sem er í síðasta örugga sætinu. Þá á Mainz tvo leiki til góða á Köln.

Arminia Bielefeld komu sér 2 stigum frá fallsvæðinu með mikilvægum 1-0 sigri gegn Schalke. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Hertha, sem er í 16.sæti. Schalke eru langneðstir með 13 stig.

Frankfurt kom sér þá upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Augsburg, 2-0. Alfreð kom inn á sem varamaður á 65.mínútu, þá var staðan orðin 2-0. Hann fékk tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum en brenndi af víti sínu. Augsburg eru um miðja deild en þurfa þó líklega nokkur stig í síðustu leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í deildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“