fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Segir leigubílstjórann hafa fitusmánað sig – „Heldurðu að þú þurfir ekki að taka stærri bíl“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 22:30

Mynd/Kennedy News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyer Hoskin, 29 ára gömul kona, er allt annað en ánægð eftir að leigubílstjóri smánaði hana fyrir að vera feit. The Sun greinir frá því að Kyler hafi ætlað að taka leigubíl í Cambridge á Englandi en hún segir leigubílstjórann hafa litið upp og niður þegar hann sá hana og sagt svo við hana að hún þurfi stærri bíl.

Konan segir að hún hefði ekki átt í neinum vandræðum með að komast inn í bílinn. Hún segir líka að hún hefði getað notað bílbeltið í bílnum án framlengingar þar sem hún tók leigubíl fyrr um morguninn til að komast ferða sinna.

„Hann leit á mig og horfði upp og niður þegar ég var við það að fara aftur í leigubílinn og sagði: „Heldurðu að þú þurfir ekki að taka stærri bíl eins og þennan þarna?“ Ég sagði þá: „Ég er ekki að fara í bílinn þinn ef þú ætlar að láta svona“ og fór svo í annan leigubíl.“

Næsti leigubílsstjóri tók á móti Kyer með glöðu geði. Þegar hún sagði þeim leigubílstjóra hvað hinn leigubílstjórinn sagði við hana þá hneykslaðist hann. „Hann sagði að það væri ógeðslegt og ég spurði hvort svo væri í alvörunni því þetta er svo eðlilegt fyrir mér, ég fæ að heyra svona nokkuð oft.“

Kyer segir að athugasemdir eins og þessar geri hana frekar reiða. „Þetta gerir mig reiða, enginn á að tala svona við mig en ég er orðin nokkuð vön því,“ segir hún. „Í vikunni á undan var næstum keyrt á mig þegar ég var á vespunni minni og fólkið sem keyrði á mig kallaði mig feita tík.“

Að lokum segir Kyer að vandamálið liggi ekki í holdarfari hennar. „Það er ekki stærðin mín sem er vandamál, það er fáfræðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni