fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Matur

Stálheiðarlegur kjötréttur frá Belgíu 

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 15:30

Aðsendar myndir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Kristinn Guðmundsson hefur verið að slá í gegn í eldhúsi matreiðsluþáttarins Soð um árabil. Hann deildi nýverið með okkur hvað hann borðar á venjulegum degi. Hér deilir hann uppskrift að stálheiðarlegum kjötrétti frá Belgíu.

Sjá einnig: Þetta borðar Kristinn á venjulegum degi

„Þetta er „stoofvlees“ eða í beinni þýðingu „Eldavélakjöt.“ Þessi réttur var fyrstu rétturinn sem ég gerði í Soð og fór hann í loftið fyrir rétt rúmlega fjórum árum,“ segir Kristinn.

Aðsend mynd.

Hráefni:

800gr grísavanga / nautagúllas

– 2 stórir laukar

– 1 msk Malt edik (eða epla edik)

– Pipar & Salt

– 2 msk Sinnep

– 6 geirar Hvítlaukur

– 2 msk Timian

– 2 brauðsneiðar

– 1 líter gott kjötsoð

– 2 33cl dökkur bjór

– 2 lárviðarlauf

Aðferð

  1. Skerið laukinn gróft niður
  2. Flysjið hvítlaukinn skerið smátt (því smærra sem þú skerð hvítlaukinn því sterkari verður hann)
  3. Skerið kjötið í sirka 4-7cm teninga.
  4. Steikið kjötið á mjög háum hita náið góðum lit.
  5. Setjið kjötið til hliðar.
  6. Steikið laukinn þar til hann verður gullinn brúnn og sveittur.
  7. Bætið við hvítlauknum steikið í stutta stund
  8. Einn líter af soði
  9. Smyrja brauðið með dijon og bætið út í soðið
  10. Ná upp suðu.
  11. Timían og lárviðarlauf sett í pottinn
  12. Þegar suðan er komin upp þá er bjórnum hellt út í.
  13. Náið upp Suðu aftur.
  14. Kjöt í pottin og edik með.
  15. Mallað í 1-2 klukkutíma eða þangað til að kjötið fellur í sundur.
  16. Kjöt og lárviðarlauf veidd úr pottinum (reynið að halda sem mestum lauk í pottinum).
  17. Töfrasproti notaður til að blanda sósuna til hún er þykk of falleg.
  18. Kjöt sett út í aftur og hitað upp í svona 10 mín á lágum hita.
  19. Svo bara njóta með til dæmis belgískum kartöflum (frönskum) eða kartöflustöppu.

Uppskriftin á YouTube

Belgískar kartöflur

Og ekki gleyma majónesinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum