fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Æfingaleikir: ÍBV og Blikar með sigra – Árni Vill kominn á blað

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 19:07

Mynd er fengin af blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltinn er kominn aftur af stað á Íslandi og liðin eru á fullu að klára undirbúning sinn fyrir Íslandsmótið.

Breiðablik sigraði Fylki 5:2 í æfingaleik á Kópavogsvelli í dag. Leikurinn var þó ekki hefðbundinn heldur var spilað 3 x 30 mín.

Fylkir komst yfir í leiknum eftir laglegt samspil Dags Dan sem er nýkominn til Fylkis úr atvinnumensku og Arnórs Borg sem kláraði færið vel. Árni Vill jafnaði leikinn stuttu síðar eftir góða stungusendingu Höskuldar. Jason kom Breiðablik yfir með góðu skoti í fjærhornið stuttu eftir jöfnunarmarkið. Staðan því 2:1 fyrir Blikum eftir fyrsta þriðjung.

Thomas Mikkelsen kom Blikum 3:1 og Gísli Eyjólfsson skoraði fjórða mark Blika stuttu síðar. Þar við sat í öðrum þriðjungi leiksins.

Í síðasta þriðjungi leiksins skoraði Alexander Helgi úr aukaspyrnu og kom Blikum í 5:1. Fylkismenn klóruðu svo í bakkann undir lokin með marki frá Arnóri Gauta.

Breiðablik 5 – 2 Fylkir
Markaskorarar Blika: Árni Vill, Jason Daði, Thomas Mikkelsen, Gísli Eyjólfs og Alexander Helgi
Markaskorarar Fylkis: Arnór Borg og Arnór Gauti.

ÍBV sigraði Hauka í æfingaleik á Ásvöllum sem hófst klukkan 12 í dag.

Haukar 1 – 2 ÍBV
0-1 Gary Martin (´13)
1-1 Gísli Þröstur Kristjánsson(´32)
1-2 Telmo Castanheira (´93)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi

Stjörnunni mistókst að tryggja Evrópusætið – Úrslitaleikur gegn Breiðablik næstu helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
433Sport
Í gær

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Í gær

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við