Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran deilir hér sínum uppáhaldssjónvarpsþáttum fyrir þá sem ætla að bregða sér í sófann um helgina. Hún heldur meðal annars upp á gott lögfræðidrama og þættina Succession en þar sést einn eftirsóttasti leikari Íslands í tveimur þáttum og þykir okkur hann auðvitað bera af. Ekki er sviðmyndin verri – Bláa Lónið. 
- The Office
Þessir þættir eru einstaklega skemmtilegir og ég get horft aftur og aftur, vel skrifaðar persónur og kaldhæðni saman í eitt. Fæ ekki nóg! 
- Succession
Ég sit límd við þessa þætti og þeir halda manni frá fyrstu mínútu. Plott og valdabarátta innan fjölskyldunnar. 
- The Crown
Stórkostlegir þættir sem allir ættu að sjá! 
- Masterchef
Ég elska mat og keppni, þessir eru klassískir og alltaf góðir. Bæði fullorðins- og barnaútgáfan. 
- The Good Wife
Ég hef mjög gaman af lögfræðiþáttum, Suits eru líka fínir en hún Alicia mín ber af. 
