fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Enn versnar ástandið í Brasilíu – Rúmlega 4.000 dauðsföll á einum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 07:00

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru 4.195 dauðsföll af völdum COVID-19 skráð í Brasilíu og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Læknir líkir faraldrinum við „líffræðilegt Fukushima“ og vísar þar til japanska kjarnorkuversins sem fór illa út úr flóðbylgju fyrir nokkrum árum.

Faraldurinn er við það að leggja heilbrigðiskerfið í Brasilíu á hliðina og vísindamenn spá því að dauðsföllum muni fjölga á næstunni og verða fleiri en þegar verst lét í janúar í Bandaríkjunum.

Íbúafjöldinn í Brasilíu er um tveir þriðju af því sem hann er í Bandaríkjunum en nú hafa 337.000 látist af völdum COVID-19 í landinu en 550.000 í Bandaríkjunum. Þessi tvö lönd verma toppsætið á lista yfir þau lönd þar sem flestir hafa látist.

Í Bandaríkjunum hefur áhersla verið lögð á að bólusetja sem flesta en í Brasilíu hefur lítið verið um sóttvarnaaðgerðir og forseti landsins, Jair Bolsonaro, hefur í raun gert lítið úr faraldrinum og sagt hann vera eins og hverja aðra kvefpest og varpað þeirri spurningu fram hvenær fólk ætli að hætta að væla yfir faraldrinum.

Sky News hefur eftir Miguel Nicolelis, brasilískum lækni sem er prófessor við Duke háskólann, að ástandið í Brasilíu líkist því að kjarnakljúfur hafi hrundið keðjuverkun af stað og hún sé stjórnlaus. „Þetta er líffræðilegt Fukushima,“ sagði hann.

Sjónarvottar segja að ástandið á sjúkrahúsum líkist ástandinu á miðöldum þegar plágur herjuðu, súrefni er að verða á þrotum og sjúkrahúsin eru yfirfull. Spár gera ráð fyrir að í næstu viku slái Brasilía sorglegt met Bandaríkjanna hvað varðar meðaltal látinna á sjö dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni