fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

Tígrisdýradrottningin opnar sig um sannleikann á bakvið Netflix-þættina

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 2. apríl 2021 20:00

Carole Baskin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carole Baskin skaust upp á stjörnuhimininn í mars árið 2020 þegar þættirnir Tiger King: Mayhem and Madness komu út á Netflix. Kórónuveiran var nýkomin á stjá og fólk svoleiðis hámaði þættina í sig, margir hverjir á aðeins einum degi.

Carole Baskin var ekki vinsæl meðal áhorfenda þáttana og var hún máluð upp sem vondi kallinn í þeim. Hún var meðal annars sökuð um að myrði fyrrverandi eiginmann sinn og gefa tígrisdýrum líkamsleifar hans að borða.

Í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV segir Carole að síminn hennar hafi ekki hætt að hringja í þrjá mánuði samfleytt og hún fengið fjölda dauðahótana.

„Fleiri og fleiri eru að átta sig á því að framleiðendur þáttana höfðu engan áhuga á sannleikanum. Þetta eru ekki heimildarþættir því í heimildaþáttum er venjulega leitað að sannleikanum en þeir höfðu engan áhuga á honum, þeir höfðu aðeins áhuga á því að framleiða sem mest krassandi efni,“ segir Carole.

Joe Exotic eða tígrisdýrakóngurinn var aðalumfjöllunarefni þáttana en fylgst var með honum og lífi fólks í dýragarði hans. Carole er dýraverndunarsinni og vildi loka dýragarði hans og sakaði hann um dýraníð. Að lokum var Joe dæmdur í 22 ára fangelsi, meðal annars fyrir að skipuleggja morð á Carole.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“

Florence Pugh sér eftir því að hafa leikið í kvikmynd Íslendings – „Ég var ung og vantaði pening“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta

Fullyrðir að barnabarn Presley sé líffræðileg móðir sonar John Travolta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn

Lítt þekkt ættartengsl: Dúlla og djazz-istinn