fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Hafa náð að losa skipið í Súesskurðinum að hluta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. mars 2021 06:15

MS Ever Given á strandstað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt tókst að losa MS Ever Given, sem strandaði í Súesskurðinum fyrir nokkrum dögum og lokaði siglingaleiðinni, að hluta. Talsmenn eins þeirra fyrirtækja, sem reyna að losa skipið, skýrðu frá þessu í morgun. Þeir sögðu ekkert um hvenær reiknað er með að skipið muni losna alveg af strandstað og hvenær verður hægt að opna aftur fyrir skipasiglingar um skurðinn.

Skipið hefur setið fast síðan á þriðjudaginn og lokað fyrir alla umferð um þessa mikilvægu flutningsleið.

„Við erum ekki enn búin en það hefur losnað aðeins,“ sagði Osman Rabie, talsmaður fyrirtækisins sem sér um rekstur Súesskurðarins í samtali við The Washington Post.

Skipið er um 400 metra langt og er með 18.000 gáma um borð, sem sagt fulllestað. Heildarþyngd þess er rúmlega 200.000 tonn.

Í gær voru 14 dráttarbátar á vettvangi við að reyna að losa skipið.

The Guardian segir að með því að ýta á skipið og draga það með dráttarbátunum í bland við stórstreymi og þess að mörg hundruð tonn af sandi voru fjarlægð hafi tekist að losa skipið aðeins.

Yfirvöld voru byrjuð að undirbúa sig undir að taka gáma úr skipinu til að létta það en ekki liggur fyrir hvort það verði nauðsynlegt í ljósi árangurs næturinnar. Tæplega 400 skip bíða þess að komast í gegnum skurðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?