fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Vika liðin frá upphafi eldgoss í Geldingadal – Sjáðu nýjasta myndbandið af gosinu

Heimir Hannesson
Föstudaginn 26. mars 2021 22:30

mynd/skjáskot Iceland Aerials

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt vika er nú liðin frá því að eldgos hófst á Reykjanesskaga, í Geldingadölum nánar tiltekið, rétt austan við Grindavíkurveg og norðan við Suðurstrandarveg.

Þúsundir hafa þegar lagt leið sína að gosinu til að berja það eigin augum og er óhætt að segja að um mikið sjónarspil sé að ræða. Þegar blaðamaður gerði sér ferð að gosinu á sunnudag síðastliðinn voru þar þúsundir á ferð og bílum lagt á víð og dreif um Grindavíkurbæ og Grindavíkurveg. Næstu dagar einkenndust svo af talsverðri óreiðu sem viðbragðsaðilar hafa síðan keppst við að koma böndum á. Ein björgunarsveitin orðaði svo að „allt hefði farið í skrúfuna,“ þegar veður versnaði og leit hófst að týndum göngugörpum.

Gönguleiðir, tvær hið minnsta, hafa síðan verið stikaðar að gosinu og er unnið að því að skipuleggja bílastæði og samgöngukerfi fyrir svæðið, en ljóst er að það ræður ekki á nokkurn hátt við átroðninginn sem nú á sér stað á hverjum degi. Ljóst er að björgunarsveitir hafa unnið mikið þrekvirki undanfarna viku.

Vísindamenn hafa þá jafnframt sagt að meiri líkur en minni séu á því að gosið muni standa lengur en fyrst var talið, hið minnsta ekki í örfáa daga eins og fyrstu spár gerðu ráð fyrir. Rennslið úr gosinu er nú talið vera rétt rúmir fimm rúmmetrar á sekúndu, eða á við meðalflæði Elliðaár í Reykjavík. Miðað við það flæði og útreikninga verkfræðinga mun dalurinn fyllast af hrauni á um það bil tveim vikum og eftir það flæða yfir í nærliggjandi dali. Talað hefur verið um Meradali og Nátthaga í því samhengi, en það hefur einmitt verið aðkomuleið viðbragðsaðila og fjölmiðla að svæðinu hingað til.

Afleit veðurspá er fyrir helgina, sem veldur viðbragðsaðilum áhyggjum. Ekki hefur verið gefið neitt út um hvort svæðinu verði lokað, en svo gæti vissulega farið að landsmenn þurfi að láta sér nægja ljósmyndir af gosinu næstu tvo daga. Það er því heppilegt að enginn skortur sé á þeim á samfélagsmiðlum um þessar mundir.

Þá hafa myndbönd drónamanna vakið athygli í vikunni og kannski einna helst myndband Björns Steinbekk, en svo virtist sem Björn hefði flogið drónanum í gegnum brennandi heitar hraunsletturnar er þær þeyttust upp um gíginn. Nú hefur annað slíkt myndband skotið upp kollinum. Það er úr smiðju Iceland Aerials og má sjá hér að neðan. Fleiri myndbönd og myndir má sjá á Instagram síðu þeirra hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“