fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Yfirvöld í Flórída banna ýmsar tegundir dýra – Eðlur og kyrkislöngur á bannlistanum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 22:30

Eðlur verða ekki velkomnar í Flórída.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flórída hafa ákveðið að banna ýmsar tegundir villtra dýra, sem fólk hefur lengi haft sem gæludýr. Bannið nær til dýra sem ekki eiga náttúruleg heimkynni í Flórída. Meðal þeirra dýra sem lenda á bannlistanum eru ýmsar eðlutegundir og kyrkislöngur. Bannið nær til ræktunar og sölu á dýrum sem lenda á listanum en 16 tegundir eru á honum. Fólk sem á dýr, sem eru á bannlistanum, þarf ekki að lóga þeim en verður að gæta þess að þau fjölgi sér ekki.

Það er Florida Fish and Wildlife Conservation Commission sem ákvað að bannað verði að selja og rækta þær 16 tegundir sem valda mestum skaða vistkerfinu í ríkinu. The Guardian skýrir frá þessu.

Bannið nær til allra tegunda kyrkislanga en þær hafa fjölgað sér svo mikið í náttúrunni í ríkinu að mikil vá vofir yfir vistkerfinu á hinu fræga Everglades svæði. Einnig eru nokkrar eðlutegundir á listanum auk risaslanga og græneðla.

Margir mótmæltu banninu þegar það var kynnt en yfirvöld telja sig knúin til að grípa til aðgerða vegna mikillar útbreiðslu þessara tegunda og neikvæðra áhrifa þeirra á vistkerfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu