fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Bandarískir hermenn sendir til Mósambík

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 18:30

Bandarískir hermenn á æfingu. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að senda hermenn til Mósambík til að þjálfa her landsins til að hann geti barist við öfgasinnaða íslamista sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið. Bandarískir sérsveitarmenn eru komnir til landsins og munu þjálfa innlenda hermenn næstu tvo mánuðina til að þeir geti „komið í veg fyrir útbreiðslu hryðjuverka og ofbeldisfullrar öfgahyggju“ segir í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu í Maputo, höfuðborg Mósambík.

Nýlega tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Íslamska ríkið í Mósambík væru alþjóðleg hryðjuverkasamtök og gripu til refsiaðgerða gegn þeim og stofnanda þeirra, Abu Yasir Hassan.

Átök hafa farið harðnandi í Mósambík að undanförnu og ofbeldi hefur færst í vöxt. Um 670.000 manns hafa hrakist frá heimilum sínum vegna hrottalegra árása öfgasinna í Cabo Delgado héraðinu. Árásum og dauðsföllum fjölgaði mikið í héraðinu á síðasta ári miðað við árin á undan samkvæmt tölum frá ACLED samtökunum.

Íslamska ríkið hefur sótt í sig veðrið í Afríku að undanförnu og styrkt stöðu sína. Það er engin tilviljun að héraðið  Cabo Delgado hefur orðið sérstaklega fyrir barðinu á öfgasinnum því þar er Mocímboa da Praia, sem er ein mikilvægasta hafnarborg landsins, en öfgasinnaðir íslamistar náðu henni á sitt vald í ágúst á síðasta ári. Stórar gaslindir og rúbínnámur eru einnig í héraðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós