fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Smit greindust hjá fleiri nemendum í Laugarnesskóla – Allir nemendur tveggja skóla í úrvinnslusóttkví

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 03:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fjórir nemendur í Laugarnesskóla greindust með COVID-19 í gær. RÚV skýrir frá þessu og hefur eftir Hjördísi Guðmundsdóttir, samskiptastjóra almannavarna, sem vildi ekki gefa upp nákvæma tölu smita.Þessir þrír nemendur eru í sjötta bekk. Allir voru þeir í sóttkví eftir að nemandi og kennari greindust um helgina en enn er unnið að smitrakningu.

Smitin hafa í för með sér að allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla er í úrvinnslusóttkví.  Í dag kemur í ljós hversu margir, af þeim sem eru í úrvinnslusóttkví, þurfa að fara í almenna sóttkví. Þess utan þurfa nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla að vera í sóttkví þar til á laugardag og fara í seinni skimun að henni lokinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Fram kemur að unnið hafi verið að smitrakningu fram á nótt og sú vinna haldi áfram í dag.

Í tilkynningunni kemur fram að allar íþróttæfingar barna á grunnskólaaldri hjá Þrótti falli niður í dag. Frístundaheimilið verður lokað og félagsmiðstöðin einnig. Starf skólahljómsveitarinnar fellur einnig niður í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“

„Heilt yfir er um að ræða hvassasta vindinn sem komið hefur í marga mánuði“
Fréttir
Í gær

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar

Fjallabyggðarhöfn í vanda sem stefnir í að dýpki enn frekar
Fréttir
Í gær

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal

Kolbrún vill aðgerðir gagnvart fjárhættuspili – Íslandsspil hafi notað viðkvæma hópa í tilraunasal
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða