fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Mygla í leikkskólanum Austurkór

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur deildum í leikskólanum Austurkór í Kópavogi hefur verið lokað vegna myglu í klæðningu á  útvegg, sem er á suðvesturhlið leikskólans. Lokunin er gerð í varúðarskyni til þess að vernda starfsmenn og nemendur.

Deildirnar hafa ekki verið nýttar í daglegu starfi en nýttar til sérkennslu fyrir litla hópa. Því hefur lokunin takmörkuð áhrif á leikskólastarf í Austurkór en alls eru 76 börn í skólanum.

Myglan greindist í kjölfar einkenna starfsmanns sem grunur lék á að rekja mætti til mygluskemmda. Verkfræðistofan Mannvit fengin til að taka sýni og senda til greiningar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ekki fannst mygla í þeim sýnum.

Til þess að gæta að öryggi nemenda og starfsmanna var farið í frekari sýnatöku og þá  tekin sýni úr einangrun útveggjar og gipsklæðningu á suðvesturhlið, þar sem vart hafði orðið við leka. Niðurstaða úr þeirri greiningu sem kemur frá Náttúrufræðistofnun Íslands sýnir myglu í útvegg deildarinnar.

Viðgerðir á Austurkór eru þegar hafnar. Til stendur að fjarlægja einangrun innandyra og klæða húsið að utan á sambærilegan hátt og á norðurhlið hússins.

Fundað hefur verið með foreldraráði og starfsfólki skólans og þá hafa foreldrar í leikskólanum verið upplýstir um stöðu málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni

Náin tengsl á milli hins grunaða í hraðbankamálinu og sakborninga í Gufunesmálinu – Var á hótelberbergi með tálbeitustelpunni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds

Múlaborgarmálið: Krefjast lengra gæsluvarðhalds
Fréttir
Í gær

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega

Segjast ætla að taka viðvaranir ungmenna alvarlega
Fréttir
Í gær

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“

Ræða hvort birting á tekjum sé hnýsni eða verðmætar upplýsingar – „Líka hugsað á vissan hátt þannig að þetta kemur í veg fyrir gróusögur“
Fréttir
Í gær

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað

Hraðbankinn fundinn – Milljónirnar enn á sínum stað
Fréttir
Í gær

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur