fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Kvikuinnskot á þremur stöðum til viðbótar á Reykjanesskaga síðasta árið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. mars 2021 07:49

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef svo fer að eldgos hefjist á Reykjanesskaga er líklegt að jarðskjálftahrinunni á svæðinu linni. Auk kvikuinnskotsins við Fagradalsfjall hafa þrjú önnur kvikuinnskot orðið á skaganum undanfarið ár.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og margir urðu varir við í gær þá reið skjálfti af stærðinni 5,4 yfir en hann átti upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli. Þetta var næststærsti skjálftinn í yfirstandandi hrinu sem hófst í febrúar.

Morgunblaðið hefur eftir Halldóri Geirssyni, dósent í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að allar líkur séu á að eldgos myndi losa um spennuna sem hefur valdið jarðskjálftunum á Reykjanesskaga að undanförnu. Páll Einarsson, prófessor emiritus við Háskóla Íslands og jarðeðlisfræðingur, tók undir þetta. Hefur Morgunblaðið eftir þeim báðum að þeir telji líklegt að skjálftahrinan endi með godi, fyrr eða síðar, og að þá muni jörð hætta að skjálfa eins mikið og undanfarið. „Það er líka alveg mögulegt að hún hjaðni þessi virkni og það gjósi bara ekkert í tugi ára. En þessar eldstöðvar hafa verið þarna í milljónir ára og það verður nú að teljast ólíklegt að þær fari eitthvað að hætta núna. Það gýs þarna fyrir rest,“ er haft eftir Halldóri.

Hann sagði að gos muni binda enda á skjálftahrinuna nema kvikuinnskot verði annars staðar á svæðinu. Síðasta árið hafa jarðvísindamenn orðið varir við fjögur kvikuinnskot, að því að talið er, á skaganum. Halldór sagði að kvikugangurinn milli Fagradalsfjalls og Keilis sé langstærstur. Hann sagði að hin þrjú væru við eldstöðina í Svartsengi, í Reykjaneskerfinu sem er vestast á Reykjanesskaga, og í eldstöðinni í Krýsuvík. „En þessar hreyfingar við Fagradalsfjall eru langtum stærri en þessar hreyfingar þannig að við erum að velta fyrir okkur hvort það sé hreinlega einhver inngjöf af kviku undir skaganum öllum,“ sagði hann.

Halldór og Páll eru sammála um að erfitt geti reynst að læra af sögunni á skaganum því þar hafi ekki gosið í 800 ár og að gosefni þekji svæðið og því sé erfitt að skoða jarðlög. Nú verði að treysta á gögn úr GPS-mælingum og á gervihnattarmyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“