fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

Vitni leidd fyrir dómara vegna risalekans í Háskólanum

Ágúst Borgþór Sverrisson, Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. mars 2021 11:01

Mynd: Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skýrslugjöf vitna fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna stóra vatnslekans sem varð í mannvirkjum Háskóla Íslands er kaldavatnsæð nálægt Suðurgötu gaf sig svo vatn flæddi inn í byggingar skólans. Var leitt í ljós að mistök í framkvæmd á vegum Veitna olli slysinu. Atvikið varð aðfaranótt 21. janúar síðastliðins.

Blaðamaður DV var viðstaddur skýrslugjöfina í morgun. Sérfræðingar og verkefnastjórar hjá Veitum auk fulltrúa verktaka voru meðal vitna sem leidd voru fyrir dómara. Lögmenn Háskóla Íslands óskuðu eftir því að skýrslugjöf vitna færi fram, en stefna hefur þó enn ekki verið gefin út.

Lýstu vitnin upplifun sinni af lekanum sem olli mörg hundruð milljóna tjóni á húsakynnum Háskóla Íslands. Lögmenn Háskóla Íslands, Veitna, VÍS, verkfræðistofunnar Mannvits og SS verktaka spurðu vitnin á víxl um atvikin sem leiddu til lekans. Beindu þeir sérstaklega spurningum sínum að því hver bar ábyrgð á ákvarðanatöku, verkstjórn og boðun verkfunda.

Ljóst er að gríðarlega miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir í málinu og því ekki ólíklegt að skýrslugjöf vitna fyrir dómi í dag verði ekki síðasta aðkoma dómstóla að málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár

Díana nefnir dæmi um ótrúlega stöðu námsláns sem hefur verið greitt af í 12 ár
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?

Gera grín að auglýsingu fullveldissinna um bókun 35 – „Málþing haldinn“?
Fréttir
Í gær

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur

Íslendingur handtekinn í Tælandi – Rauður pallbíll gerður upptækur
Fréttir
Í gær

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu