fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Kourtney Kardashian og fyrrverandi eiginkona kærastans fara í hart á Instagram

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 11:40

Shanna, Travis og Kourtney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og trommarinn Travis Barker eru nýjasta stjörnupar Hollywood. Þau opinberuðu samband sitt þann 17. febrúar síðastliðinn en fyrir það voru sögusagnir komnar á kreik um að þau hafi byrjað saman í desember 2020.

Kourtney á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Scott Disick. Travis á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni Shanna Moakler.

Shanna og Travis voru gift á árunum 2004 til 2006. Þau eiga saman Landon, 17 ára, og Alabama, 15 ára. Þau tóku saman aftur um stutt skeið árið 2009 áður en leiðir þeirra skildu á ný. En þrátt fyrir að samband þeirra heyri sögunni til, virðist Shanna ekki geta staðist það að varpa smá rýrð (e. throw shade) á Kourtney á Instagram.

Travis og Shanna.

Shanna er með 220 þúsund fylgjendur á Instagram, og eftir að Kourtney og Travis opinberuðu samband sitt, skrifaði netverji við mynd af Shanna:

„Jii hún á ekkert í þig. Travis tók klárlega niður fyrir sig. (e. downgraded).“

Shanna líkaði við athugasemdina. Það leið ekki á löngu þar til glöggir netverjar tóku eftir því og gagnrýndu, bæði hana og konuna sem skrifaði athugasemdina, fyrir að „setja konur á móti hvor annarri“ og bera saman útlit þeirra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Shanna Moakler (@shannamoakler)

Shanna endaði með því að eyða athugasemdinni. En þar með var dramað ekki búið. Shanna deildi færslu á Instagram þar sem stóð: „Hættu að kvarta. Það er fólk þarna úti sem er í sambandi með fyrrverandi makanum þínum.“

Á þessum tímapunkti hefur Kourtney talið það vera kominn tími til að svara, undir rós þó, að sjálfsögðu.

Kourtney deildi í Instagram Story mynd og með því stóð: „Hættu að sitja um fyrrverandi á samfélagsmiðlum.“

Hún deildi einnig færslu frá lífsstílsvefsíðu sinni Poosh sem fjallaði um „hvernig ætti að hætta að sitja um fyrrverandi maka á samfélagsmiðlum.“

Þetta er allt voða leynilegt og dularfullt, hvorugar eru að segja eitthvað hreint og beint út en netverjar lesa á milli línanna. Shanna hefur þó tjáð sig einu sinni opinberlega um sambandið og sagðist vera hamingjusöm fyrir hönd þeirra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Shanna Moakler (@shannamoakler)

„Hann er vinur minn og faðir barnanna minna, ég vil að hann sé hamingjusamur,“ sagði hún við paparazzi ljósmyndara í Los Angeles. „Ef það gerir hann hamingjusaman að vera með henni, og hún er hamingjusöm, þá er ég hamingjusöm fyrir hönd þeirra, í alvöru.“

Hún bætti svo við: „Hann getur ráðið við allt þetta Kardashian drama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“