fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Draumur Arons er endurkoma í landslið Bandaríkjanna – „Fékk fjár­hags­lega góð til­boð sem ég hafnaði“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, íslenski framherjinn sem leikur fyrir Bandaríkin valdi að fara til Lech Poznan í Póllandi, til að eiga aukna möguleika á að komast aftur í landslið Bandaríkjanna.

Aron rifti samningi sínum við Hammarby í Svíþjóð undir lok síðasta árs og samdi við Poznan á dögunum. Hann skoraði í sínum fyrsta leik um helgina þegar lið hans vann 1-0 sigur á Slask Wroclaw.

Draumur Arons er að snúa aftur í landslið Bandaríkjanna, hann fór með liðinu á Heimsmeistaramótið 2014 í Brasilíu og vonast til að komast með á mótið árið 2022 í Katar.

eildinni. Aron var í byrjunarliði Lech Poznan og kom liðinu yfir með marki á 57. mínútu eftir stoðsendingu frá Jan Sykora.

„Draum­ur­inn er auðvitað að kom­ast aft­ur í landsliðið og stór hluti af þeirri ákvörðun minni að fara til Pól­lands var með banda­ríska landsliðið í huga. Það voru önn­ur lið sem vildu fá mig og ég fékk til­boð víðs veg­ar að úr heim­in­um. Ég fékk sem dæmi til­boð frá Banda­ríkj­un­um en ég leit á það þannig að ef ég kæm­ist í stórt lið í Evr­ópu myndi það auka lík­urn­ar á því að ég fengi tæki­færi með landsliðinu,“ sagði Aron í samtali við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu.

Aron hafnaði tilboðum sem hefðu gefið honum miklu hærri laun en draumurinn um endurkomu í landsliðið togaði í hann.

„Ég fékk líka fjár­hags­lega mjög góð til­boð sem ég ákvað að hafna því draum­ur­inn er að fara aft­ur á heims­meist­ara­mót með Banda­ríkj­un­um. Ég geri mér samt líka grein fyr­ir því að ég er orðinn þrítug­ur og ég er ekki framar­lega í gogg­un­ar­röðinni. Ég mun þurfa að berj­ast fyr­ir mínu og standa mig,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað