fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Þungir dómar yfir íslamistum í Frakklandi – Dæmdir til þyngri refsingar en saksóknari krafðist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega féllu dómar yfir þremur íslamistum í Strassborg í Frakklandi. Þeir höfðu í hyggju að fremja hryðjuverk en leyniþjónustan kom upp um þá áður en þeir gátu látið verða af fyrirætlunum sínum. Dómurum í málinu fannst svo mikil hætta stafa af mönnunum að þeir dæmdu þá til þyngri refsingar en saksóknari hafði krafist.

Frakkarnir Hicham Makran og Yassine Bousseria voru dæmdir í 22 og 24 ára fangelsi. Höfuðpaurinn, Marokkómaðurinn Hicham El-Hanafi, var dæmdur í 30 ára fangelsi sem er hámarksrefsing.

Þremenningarnir byrjuðu að undirbúa hryðjuverk eftir mannskæðar hryðjuverkaárásir á skopmyndablaðið Charlie Hebdo og Bataclan tónleikasalinn í París í janúar og nóvember 2015. Hugðust þremenningarnir láta til skara skríða 2016. Þeir fengu leiðbeiningar frá leiðtogum Íslamska ríkisins í Sýrlandi en upp um þá komst því útsendari frá DGSI leyniþjónustunni blandaði sér í skipulagninguna.

Útsendarinn, sem gengur undir dulnefninu Ulysse, bar vitni fyrir dómi en án þess að rétt nafn hans kæmi fram og hann þurfti ekki að sýna andlit sitt. Hann sagðist hafa tekið við sem tengiliður Íslamska ríkisins í Frakklandi 2016. Leiðtogar hryðjuverkasamtakanna hafi beðið hann um að kaupa vopn fyrir nýja árás sem væri í undirbúningi. Hann tók við sem nemur rúmlega tveimur milljónum króna í kirkjugarði í París. Síðan gróf hann fjórar vélbyssur niður í skógi fyrir utan París. Franska leyniþjónustan vaktaði síðan staðinn allan sólarhringinn.

Þremenningarnir voru allir með hnitin fyrir staðsetningu vopnanna og reyndu að finna þau. Þeir ætluðu að láta til skara skríða 1. desember 2016 í París.

Tveir af öfgamönnunum fóru fram á milda dóma til að þeir gætu átt sér von um framtíð. En dómararnir urðu ekki við þessum umleitunum og dæmdu þremenningana í fangelsi. Tveir þriðju hlutar dómanna falla undir svokallað öryggistímabili en á því tímabili er ekki hægt að láta mennina lausa til reynslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana