fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Eva birtir kostulegt myndband- „Guði sé lof fyrir góða tannlækna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran bókstaflega grætur úr hlátri á myndbandi sem hún birti á Instagram í dag, en hún þakkar sínu sæla fyrir góða tannlækna. „Blindur bakstur fer vel af stað! Guði sé lof fyrir góða tannlækna“

„Málið er það að ég lenti í smá tannveseni þegar ég var lítil, hún datt og hún dó og hún var löguð og svo hefur hún ekki verið nógu góð. Svo var ég að laga mig til og ég lít svona út sem sagt,“ segir Eva Laufey í myndbandinu áður en hún hallar sér til hliðar úr mynd.

Þegar hún birtist svo aftur vanar í hana aðra framtönnina.

„Ég er rosa fín frú hérna frammi og svo kem ég og laga tennurnar hérna inn á milli,“ segir Eva, örlítið smámælt, og skellihlær.

Hún er sem sagt komin með góm með gervitönn og þegar hún tekur út góminn þá að sjálfsögðu vantar í hana framtönnina.

„Þetta er ekki hægt,“ segir fjölmiðlakonan og þurrkar burt tárin sem hláturinn hefur kallað fram.

Eva Laufey vinnur nú að nýjum þáttum sem heita blindur bakstur en af Instagraminu hennar má sjá að meðal gesta hjá henni er sjálfur fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, en hann er mikill kökuskreytingamaður og er sérstaklega duglegur við það áhugamál þegar styttist í kosningar.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því