fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

„Hann strauk af sjúkrahúsi í fötum merktum Landspítalanum til að athuga stöðuna á kössunum“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 19. febrúar 2021 10:34

Guðbjörg Glóð Logadóttir. Mynd/Lokum.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Glóð Logadóttir, stofnandi og eigandi Fylgifiska, missti föður sinn úr krabbameini árið 2017. Hann var 66 ára að aldri. Árið 2000, þegar faðir hennar var rétt tæplega fimmtugur, fékk hann vírus í heila sem olli svo miklum persónubreytingum að faðirinn sem Guðbjörg ólst upp með og leit upp til breyttist í annan og ólíkan mann. Framheilaskaði getur valdið hömluleysi og aukið á fíkn og þannig var það í tilfelli föður Guðbjargar, sem segir sögu sína á lokum.is

Samtök áhugafólks um spilafíkn standa að baki átakinu „Lokum spilakössum“ eða lokum.is. Á síðunni er hægt að lesa fleiri sögur.

Íhuguðu að svipta hann fjárræði

Guðbjörg segir að það hafi komið fjölskyldunni algjörlega í opna skjöldu þegar þau komust að spilakassafíkn hans, en þau hafi vitað að hann glímdi við alkóhólisma í seinni tíð.

Systir Guðbjargar hafði aðgang að heimabanka föður þeirra og var að kíkja inn á hann til að athuga hvort allt væri í skilum. „Þá sá hún sér til skelfingar að reikningurinn hans var nánast tómur. Tugir milljóna höfðu húrrast út af reikningnum á nokkrum mánuðum og það sem hefði átt að tryggja honum góð efri ár var horfið,“ segir Guðbjörg.

„Hann spilaði mest um helgar en svo var hann farinn að laumast úr vinnunni til að spila, en á þessum tíma vann hann hjá okkur í Fylgifiskum. Við héldum að hann væri að fara að athuga með fisk en þá var hann að stelast í kassa.“

Guðbjörg segir að fíknin hafi ágerst og faðir hennar var að verða búinn með allan sparnaðinn sinn. „Við íhuguðum að svipta hann fjárræði en það er þungt og leiðinlegt ferli, svo við ákváðum að gera það ekki. Svo fór hann að leita annarra leiða til að fjármagna fíknina. Við vissum að hann fékk lán hjá vinum, svo seldi hann listaverkasafnið sitt og aðrar eigur sem hann kom í verð. Við heyrðum alls konar sögur af honum og upplifðum alls konar sem rýrði traustið til hans svo ég neyddist að lokum til að segja honum upp vinnunni. Það var rosalega erfitt. Það var ýmislegt reynt til að aðstoða hann í gegnum tíðina, fá hann til að hætta en hann var aldrei til í að líta á fíknina sem vandamál.“

Fór í meðferð

Eftir að faðir Guðbjargar varð loks gjaldþrota og missti íbúðina sína, nýttu systkinin tækifærið og komu honum í áfengismeðferð. Hann varð í kjölfarið edrú þar til hann lét lífið, en hann hætti aldrei að fara í spilakassa.

Faðir Guðbjargar greindist með ólæknandi lungnakrabba í árslok 2016 og hann lést 20. október 2017. En hann lét veikindin ekki koma í veg fyrir að spila.

„Hann strauk af sjúkrahúsinu, fór út á inniskónum í fötum merktum Landspítalanum með súrefniskútinn og tók strætó niður í bæ til að athuga með stöðuna á pottunum. Hann átti sinn spilakassahring, fór inn á nokkra staði til að athuga stöðuna og þetta var hann tilbúinn að leggja á sig, fárveikur á inniskónum með kútinn í snjónum,” segir Guðbjörg.

Breyttist eftir heilaskaðann

Guðbjörg segir að faðir hennar hafi breyst svakalega eftir heilaskaðann. Hann hafi farið úr því að vera mikill karakter, athafnamaður, uppátækjasamur og vinmargur í að verða nánast götunnar maður. Eftir að hann varð edrú nýtti fjölskyldan þann tíma til hins ítrasta og fengu barnabörnin að kynnast afa sínum í fyrsta skipti.

„Ég átti rosalega góðan pabba. Hann var mjög mikilvægur í mínu lífi og mér finnst ég hafa endurheimt hann svolítið eftir að hann dó, eins skrýtið og það hljómar. Þegar hann veiktist var hann 49 ára og breyttist í mann sem honum sjálfum hefði ekki fundist skemmtilegur. Það er erfitt að eiga pabba sem er ekki samur en er samt á lífi,“ segir Guðbjörg.

Þú getur lesið viðtalið við Guðbjörgu í heild sinni á lokum.is. Þar er einnig hægt að nálgast fleiri sögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood

Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“