fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Fleiri Óskarsverðlaun á leið til Íslands? – Gísli Darri tilnefndur fyrir bestu teiknuðu stuttmynd

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 12:49

Atli og Gísli Darri Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuttmyndin Já-Fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er hluti af 10 mynda forvali sem besta teiknaða stuttmynd ársins 2020 á Óskarnum. Myndin var frumsýnd 24. janúar 2020 á Minimalen Short Film Festival í Þrándheimi í Noregi. Myndin er rúmlega 8 mínútur að lengd og er talsett af m.a. Helgu Brögu Jónsdóttur, Jóni Gnarr og Ilmi Kristjánsdóttur. Myndin hefur verið sýnd á mörgum hátíðum og verður sýnd á Reykjavík International Film Festival í haust. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Gísla Darra frá kvikmyndahátíð í Annecy.

Lagið Husavik er einnig í forvali Óskarsins í ár sem besta lag. Lagið var samið fyrir myndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem Netflix framleiddi og var hluti af henni tekinn upp á Íslandi. Lagið er sungið af Will Ferrel og My Marianne. Lagið sló í gegn um allan heim og sat víða í efstu sætum vinsældarlista. Einnig er lagið komið með rúmlega 23 milljónir spilanna á Spotify og rúmlega 8 milljónir á YouTube.

DV óskar Gísla Darra innilega til hamingju en það kemur í ljós 15. mars hvaða 5 verk í hverjum flokki hljóta tilnefninguna.

Uppfært: Við fyrstu var sagt að Atli Örvarsson hefði samið lagið Husavik en það er ekki rétt þó að hann hafi samið tónlistina fyrir Eurovision: The Story of Fire Saga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið