fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Telur að John Snorri sé látinn – „Hjarta mitt er brostið vegna barna þeirra og fjölskyldna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 19:15

Skjáskot af Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsþekkti fjallagarpur og ísklifurmaður, Colin O´Brady, telur að John Snorri Sigurjónsson sé nú látinn. Johns og tveggja félaga hans hefur nú verið saknað í þrjá daga en síðast var vitað af þeim í grunnbúðum 4 í fjallinu K2 í Pakistan.

Hin bandaríski Colin O´Brady var sjálfur að glíma við fjallið ógurlega fyrir örfáum dögum en ákvað að snúa við. Árið 2018 varð hann fyrsti maðurinn til að þvera Suðurskautslandið án aðstoðar.

„Ég hef haldið aftur af því skrifa þessa færslu, í veikri von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En núna hafa liðið fjórar nætur frá því ég var síðast með þeim Ali Sadpara, John Snorra and JP Mohr í grunnbúðum 3 á K2 og enn hefur ekki heyrst frá þeim eftir að þeir héldu áfram áleiðis á toppinn en ég, af einhverjum ástæðum, ákvað að fylgja eðlisávísuninni og snúa við. Ég tel nú að þeir séu ekki lengur á lífi,“ segir Colin í harmþrunginni færslu á Instagram-síðu sinni.

Colin segir að hann hafi orðið mjög náinn mönnunum þremur. Hann skrifar enn fremur:

„Allir mennirnir þrír voru feður. Hjarta mitt er brostið vegna barna þeirra og fjölskyldna. Þessir menn voru stórmerkilegar manneskjur, hlýir og ástúðlegir og höfðu til að bera mikil heilindi. Söknuðurinn eftir þeim verður hræðilegur.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin