fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mögnuð saga Phil Foden – Frá boltastrák yfir í að skora mark og vinna á Anfield

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 10:24

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City vann í gær sannfærandi 4-1 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Phil Foden, leikmaður Manchester City, var öflugur í leiknum en hann gaf stoðsendingu og skoraði fjórða mark liðsins.

Eftir leik birti hann skemmtilega mynd sem undirstrikar það ferðalag sem síðustu ár hjá honum hafa verið.

Önnur myndin sem Foden birti var úr leik Manchester City gegn Swansea í nóvember árið 2014. Á myndinni sést Stevan Jovetic, leikmaður Manchester City fagna og í bakgrunninum er ungur Phil Foden, sem þá var boltasækir á leiknum.

Hin myndin sem Foden birti var síðan úr leik Liverpool og Manchester City í gær og er frá þeirri stundu er hann skoraði fjórða mark Manchester City í leiknum.

Foden er einungis 20 ára gamall en hefur ávallt verið mikils metin hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins og hefur nú stimplað sig rækilega inn í lið Manchester City.

Englendingurinn ungi hefur spilað 17 leiki með Manchester City í ensku úrvalsdeildinnni á þessu tímabili, skorað fimm mörk og gefið 3 stoðsendingar.

Manchester City er sem stendur í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig og fimm stiga forskot á Manchester United sem situr í 2. sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“