fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Aukið álag á barnaverndarkerfið vegna heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. febrúar 2021 08:00

Ásmundur Einar Daðason fer með málefni barna í ríkisstjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgaði mikið á síðasta ári frá árinu á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um 19% og tilkynningum um foreldra í áfengis- eða vímuefnaneyslu um 27,5%. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi búist við fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda í faraldrinum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Þetta er það sem, því miður, gerist þegar svona heimsfaraldrar ganga yfir, þá eykst álag á allt barnaverndarkerfið. Við vorum mjög meðvituð um það, þess vegna höfum við farið í fjölþættar aðgerðir til að styðja börn og barnafjölskyldur,“ er haft eftir Ásmundi Einari.

Síðasta vor var átakinu „Við erum öll barnavernd“ hleypt af stokkunum til að gera fólk meðvitaðra um málefni barna í faraldrinum og til að hvetja það til að tilkynna um vanrækslu eða ofbeldi í garð barna. Ásmundur hefur einnig beitt sér fyrir að félagslegar aðgerðir snúi að miklu leyti að börnum í viðkvæmri stöðu. „Það er aldrei jákvætt að barnaverndartilkynningum fjölgi en í þessu tilfelli þá er það jákvætt. Þess vegna höfum við verið að spýta inn í kerfin okkar, og við munum þurfa að gera það áfram,“ er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt mikilvægt að tryggja áfram fjárveitingar til málefna barna að heimsfaraldrinum loknum. „Aðgerðirnar skiluðu árangri en við þurfum að vera á tánum áfram. Og við erum að gera það,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast