fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Segja að blýmengun sé í flóttamannabúðum á Lesbos

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 15:00

Ástandið er slæmt í flóttamannabúðum á Lesbos. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Human Rights Watch samtökin vilja að grísk stjórnvöld opinberi upplýsingar um tilraunir sem voru gerðar á svæði, þar sem flóttamannabúðir eru núna, á eyjunni Lesbos. Telja samtökin hugsanlegt að mikil heilsufarshætta sé fyrir flóttamenn að dvelja í búðunum því mikil blýmengun sé þar. Einnig sé starfsfólk í búðunum í hættu.

Samkvæmt frétt The Guardian hafa samtökin því hvatt grísk stjórnvöld til að opinbera upplýsingar um tilraunirnar á svæðinu en þar var áður herstöð.

Í tilkynningu frá samtökunum er haft eftir Belkis Willie, rannsakanda hjá þeim, að grísk yfirvöld hafi vísvitandi reist flóttamannabúðir á skotæfingarsvæði og lokað augunum fyrir hugsanlegri heilsufarshættu sem íbúum þar og starfsfólki stafar af þessu. Eftir margar vikur hafi þau óviljug tekið sýni til rannsóknar en um leið neitað að hætta væri á blýmengun á svæðinu. Sjö vikur hafi síðan liðið þar til niðurstaðan lá fyrir en óháðir sérfræðingar hafi ekki fengið að greina sýnin eða grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda íbúa og starfsfólk og upplýsa þá um hugsanlega hættu sem að heilsu þeirra stafar.

Flóttamannabúðirnar sem um ræðir heita Mavrovouni en þar eru 7.615 flóttamenn samkvæmt tölum frá UNHCR, Flóttamannahjálp SÞ. Búðirnar voru reistar í skyndingu eftir að Moria flóttamannabúðirnar eyðilögðust í eldsvoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks