fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Rannsóknarteymi WHO í Wuhan – „Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 07:00

Kórónuveiran er talin hafa átt upptök í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur áður séð,“ þetta sagði Peter Daszak í samtali við Sky News. Hann er í rannsóknarteymi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO sem er nú í Wuhan í Kína að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Teymið hélt til Wuhan um miðjan janúar en þurfti að vera tvær vikur í sóttkví áður en það gat hafið störf í síðustu viku.

Sky News ræddi við Daszak sem sagði að teymið hefði séð nýjar upplýsingar, sem væri mjög gott. Það væru mikilvægar upplýsingar sem komi að gagni við að fara réttu leiðina í rannsókn á upptökunum.

Hann sagði að teymið hafi meðal annars farið á markaðinn þar sem veiran fannst fyrst. „Við tölum við fólk sem tók fyrstu sýnin af gólfinu á markaðnum og greindist síðan með smit. Upplýsingar sem við fáum frá þessu fólki, þær skipta miklu máli,“ sagði hann.

Teymið má ekki skýra frá niðurstöðum sínum strax en það má skýra frá hvernig það ber sig að við rannsóknina og við hverja það ræðir. Daszak sagði þó að kínverskir vísindamenn hafi deilt niðurstöðum rannsókna sinna með teyminu. „Við finnum smá vísbendingar hér og þar í þessu mikla gagnamagni. Þeir sýna okkur gögn sem enginn hefur séð áður. Þeir tala opinskátt um alla möguleika. Okkur miðar virkilega áfram og ég held að allir í teyminu hafi sömu sögu að segja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar