fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Varaformaður Blaðamannafélagsins segir upp hjá Vísi

Erla Hlynsdóttir
Mánudaginn 1. febrúar 2021 21:00

Sunna Kristín Hilmarsdóttir. Mynd:Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir, fréttamaður hjá Vísir.is og staðgengill fréttastjóra, hefur sagt starfi sínu lausu. Hún greindi frá þessu á Facebook í dag þar sem samstarfsfélagar hennar, meðal annarra, kveðja hana með virktum og ljóst er að hennar verður saknað af fréttastofunni.

Sunna Kristín hóf störf hjá Vísir.is haustið 2014 og hefur starfað þar síðan, síðustu ár sem staðgengill fréttastjóra. Hún er ennfremur varaformaður Blaðamannafélags Íslands

Í færslunni segist Sunna Kristín hafa sagt upp á föstudag og sé ekki komin með nýja vinnu. Þrátt fyrir að vera ekki áhættusækin segir hún þetta auðvitað smá áhættu, og biðlar til vina að láta sig vita ef þeir vita að góðu starfi sem hentar henni.

Í samtali við DV segist hún hreint ekki viss hvort hún sé hér með að yfirgefa fjölmiðlastéttina: „Ég er að minnsta kosti að hætta á Vísi eftir að hafa unnið þar í rúm sex ár. Mér finnst kominn tími á nýjar áskoranir.“

Sunna Kristín er með BA-gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í suður-amerískum stjórnmálum frá University College í London.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd