fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Lögreglan á Norðurlandi eystra sýnir meintum svínakjötssmyglurum fulla hörku

Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 17:00

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli mynd/Haraldur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra birti í morgun ákærur yfir tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir brot á tollalögum. Mun annar maðurinn hafa ætlað sér að smygla tveimur kartonum af Chesterfield sígarettum og tveimur kílóum af reyktu svínakjöti til landsins með flugi Wizz Air frá Vilníus í Litháen í maí árið 2019.

Hinn maðurinn virðist af ákærunni að dæma öllu stórtækari í smygli sínu, en hann mun hafa verið stöðvar með eitt karton af Winston Blue sígarettum, annað af Chesterfield Blue, 225 grömm af L D Extro Volume reyktóbaki og heil sex kíló af hráu svínakjöti. Sá var á leið til landsins frá Osló í Noregi.

Saksóknarinn hefur þurft að kafa djúpt ofan í lögfræðiskruddurnar sínar við undirbúning málsins, því brotin sem mennirnir eru undir grun um að hafa framið eru talin varða við, hvorki meira né minna en, 1. mgr. 170. gr., sbr. 6. gr. og 3. mgr. 27. gr. tollalaga nr. 88/2005, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi og f-lið 1. mgr. 10. gr., sbr. áður a-lið sama ákvæðis, sbr. 30. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, að því er segir í ákærunni.

Þar sem lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki tekist að birta mönnunum sjálfum ákærurnar eru þær birtar í dag í lögbirtingablaðinu. Þar eru mennirnir hvattir til þess að mæta þann 10. mars í Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri og taka afstöðu til málsins.

Þá er þess krafist í málinu að gerðar verðar upptækar áðurnefndar sígarettur, reyktóbak og öll átta kílóin af svínakjöti. Afar ólíklegt þykir að svínakjötið sé enn til, en gera má ráð fyrir því að það hafi verið gert upptækt við komu mannanna til landsins árið 2019. Í því ljósi getur það ekki talist eftirsóknarvert að vera úrskurðaður umsjónarmaður þess kjöts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann

Ákærður fyrir ofbeldi gegn starfsfólki félagsþjónustunnar á Dalvík – Frelsissvipti starfsmann
Fréttir
Í gær

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Í gær

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Í gær

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“