fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Eitt stærsta götublað Englands með sleggjudóm í garð Rúnars

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 10:30

Rúnar Alex Rúnarsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson markvörður Arsenal er á lista yfir verstu kaup félagsins. Þetta er skoðun Daily Mail sem er næst stærsta götublað Englands og með vinsælustu vefsíðu enskra blaða þar í landi.

Rúnar er í níunda sæti í samantekt Daily Mail en Arsenal keypti Rúnar Alex fyrir þessa leiktíð, hann hafði staðið sig með miklum ágætum þegar hann gerði stór mistök í enska deildarbikarnum gegn Manchester City.

Sagt var frá því í The Athletic í vikunni að Arsenal myndi vilja lána Rúnar Alex í neðri deild Englands eða til liðs í Evrópu. Arsenal leitar að markverði til að keppa við Bernd Leno, David Ornstein segir að Arsenal hafi alltaf hugsað um Rúnar sem þriðja kost sinn í markið.

„Íslenski markvörðurinn er í níunda sæti á lista okkar eftir að hafa mistekist að sannfæra fólk sem varaskeifa fyrir Leno,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

„Frammistaða hans hefur orðið til þess að stuðningsmenn Arsenal hræðast það að Leno meiðist. Það má samt ítreka það að Rúnar var alltaf hugsaður sem þriðji kostur í marki Arsenal, félaginu mistókst að kaupa annan markvörð síðasta sumar.“

„Við verðum samt að gefa Rúnari smá slaka, hann er enn að læra á hlutina hjá Arsenal.“

Listann má sjá í heild hér að neðan.

Tíu verstu kaup Arsenal í ensku úrvalsdeildinni að mati Daily Mail:
10) YAYA SANOGO
9) RÚNAR ALEX RÚNARSSON
8) DENIS SUAREZ
7) KIM KALLSTROM
6) FRANCIS JEFFERS
5) ANDRE SANTOS
4) IGORS STEPANOVS
3) SEBASTIEN SQUILLACI
2) KABA DIAWARA
1) PARK CHU-YOUNG

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist

Lögreglan á Spáni tjáir sig um andlát Diogo Jota og hvað gerðist
433Sport
Í gær

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Í gær

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar